Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 07:53 Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun