Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. nóvember 2024 16:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem samfélag getur staðið frammi fyrir. Ofbeldi af slíkum toga skilur eftir sig sár á líkama og sál fyrir þolandann um aldur og æfi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er ekki einkamál heldur samfélagslegt vandamál. Öll berum við ábyrgð á því að hlúa að börnum, standa með þeim og skapa samfélag þar sem þau geta alist upp óttalaus. Aðeins með virkri þátttöku okkar allra getum við brotið keðju þöggunar og ofbeldis og lagt grunn að betri framtíð fyrir börnin okkar. „ Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.“ Kæruleiðir kynferðisbrotamála eru að kæra til lögreglu eða tilkynna til barnaverndarnefndar í þeim umdæmum sem að brotin voru framin í. Lögreglu ber síðan að hefja rannsókn á öllum slíkum kærum. Snapchatperrinn Snapchatperrinn svokallaði var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum þar sem að upplýst var um að hann var að klæmast við börn á Snapchat. Um var að ræða rannsóknarlögreglumann á sjötugsaldri sem að sagður var vera þekktur barnaníðingur sem náðist á upptöku í fréttaskýringaþættinum Kompás þar sem hann var að reyna að tæla til sín 13 ára tálbeitu þáttarins. Rannsóknarlögreglumaðurinn fyrrverandi hafði stundað það í mörg ár áður en hann var staðinn að verki að reyna að lokka til sín unga krakka. Á endanum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hvernig má það vera að slíkur ofbeldismaður er ekki fangelsaður og dæmdur til fangelsisvistar fyrr en á sjötugsaldri? Íslendingar, ekki vera fávitar! - Það er á ábyrgð samfélagsins að passa upp á að slíkir menn komist ekki upp með slíka glæpi í tugi ára. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar