Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 08:32 Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun