Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun