Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:42 Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun