Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 08:45 Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar