Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Truls Möregardh er í hópi bestu borðtenniskappa heims og situr í tíunda sæti heimslistans. Getty/Guenther Iby „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1. Borðtennis Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sjá meira
Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1.
Borðtennis Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sjá meira