Tímabært að breyta til Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 09:00 Ágúst Jóhannsson er með íslenska kvennalandsliðinu í Austurríki þar sem EM hefst á föstudag. Í sumar mun hann hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals til að taka við karlaliði félagsins. Vísir/Einar „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands. Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Ágúst hefur stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur Valsliðið þrisvar orðið Íslandsmeistari, þar á meðal síðustu tvö ár. Tilkynnt var í vikunni að Ágúst myndi breyta til og taka við karlaliðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni eftir leiktíðina. „Eftir að hafa farið yfir þetta þá fannst mér þetta réttur tímapunktur. Þetta er níunda tímabilið mitt með stelpurnar. Mér fannst þá kannski við hæfi að færa mig yfir,“ segir Ágúst í samtali við íþróttadeild. Var erfitt að taka þessa ákvörðun? „Þetta var ekkert auðvelt. Ég er búinn að þjálfa liðið lengi og okkur hefur gengið vel. Þetta er frábær hópur og margir góðir leikmenn. Þannig að það var ekkert auðvelt en það kannski hjálpar til að ég er ekki að færa mig yfir í annað félag. Ég færi mig bara yfir á strákana, verð þarna í kringum þær og innan handar ef það er eitthvað,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst þá ekki ætla að vera með puttana í karlaliðinu áður en hann tekur við í sumar. „Nei, ég kem ekki nálægt því. Óskar bara stýrir því og ég einbeiti mér að stelpunum, að gera það vel og tek svo við í júní,“ segir Ágúst. Evrópumót fram undan Ágúst er sem stendur með kvennalandsliði Íslands sem hefur keppni á EM í vikunni. Með honum þar í för er landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson sem er í þjálfarateymi Fram. Ágúst sér fram á spennandi baráttu við Fram og Hauka um titilinn. „Við erum búnir að mætast einu sinni í vetur og höfðum það af. Fram er með frábært og Haukar og fleiri lið. Deildin er góð þannig að þetta er ekkert einfalt,“ segir Ágúst. Íslenska kvennalandsliðið þurfti að þola tvö naum eins marks töp fyrir Sviss í æfingaleikjum um helgina. Liðið mætir til leiks á EM er það mætir Hollandi í Innsbruck á föstudag. Auk Hollands eru Þýskaland og Úkraína í riðli Íslands.
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira