Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar 19. nóvember 2024 21:02 Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú er kunnugleg rödd farin að hljóma sem ber upp mörg kosningaloforð. Ég þekki vel þessa rödd því fyrst heyrði ég hana úr munni fréttamanns í sjónvarpinu. Seinna heyrði ég þessa rödd tala fyrir hönd S-hópsins svokallaða sem keyptu Búnaðarbankann. Röddin sagði að þeir væru með kjölfestufjárfesti sem var þýskur banki og fengu þeir lán hjá Landsbankanum til þess að kaupa hann. Kom á daginn síðar að þessi öflugi þýski banki var plat og þegar S-hópurinn seldi svo bankann til annara högnuðust þeir mikið á þessum gjörningi. Bankinn lenti svo í hendur óábyrgra aðila sem höfðu meiri áhuga á að gera hann að stærsta bankanum, en hirtu ekki um ábyrgð og gæði þjónustunnar sem væri veitt. Næst heyrði ég þessa rödd með kosningaloforð um að láta „hrægammasjóðina“ borga og fékk hann ágætis kostningu út á það. Einn daginn heyrðist ekkert í röddinni er spurt var af hverju hann sjálfur og konan hans áttu einn af hrægammasjóðunum. Stuttu seinna sagði röddin af sér forsætisráðherrastóli. Eitt sinn heyrði ég röddina af segulbandi þar sem hann talaði ílla um konur, fatlaða og samkynhneigða. Það varð síðar kallað Klausturmálið. Næst heyrði ég röddina tala fyrir nýjan flokk og virtist mest vera hræðsluáróður frekar en eiginleg stefnumál og aftur fékk hann ágætis kostningu. Nú heyri ég röddina lofa lægri sköttum, draga úr ríkisútgjöldum, endurreisa séreignastefnuna í húsnæðismálum og ná tökum á landamærunum. Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að þetta sé annað en kosningaloforð sem eru bara til þess brúks að afla fylgis. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar