Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 11:28 Rodrigo Bentancur og Son Heung-Min eru liðsfélagar hjá Tottenham og Son segir hin rasísku ummæli Bentancur engu breyta um þeirra samband. Getty/Charlotte Wilson Enska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla í garð liðsfélaga hans og fyrirliða Tottenham, Son Heung-min. Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn