HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2024 11:39 Félagar í HAM létu ekki deigan síga í fiskabúrinu. Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus. „Það er svo oft sem menn fá svona hugmyndir en svo eru þær aldrei framkvæmdar. Ómar fékk þessa ævintýrahugmynd að bjóða hljómsveitum að spila inn í litla stúdíóinu okkar sem lítur út eins og fiskabúar, líkt og tíðkast í þessum útvarpsheimi og við ákváðum bara að kýla á þetta þrátt fyrir að vera efins í byrjun,“ segir útvarpsmaðurinn og rokkarinn Addi Tryggvason í samtali við Vísi. Hann segir rokkarana í HAM hafa verið efsta á óskalista útvarpsmannana á X-inu. „Ég man ég sagði samt bara: Ha?!?! Fá HAM?! Það er alltof stórt! Svo voru þeir bara fyrsta bandið til þess að samþykkja að mæta og það opnaði svo sannarlega hurðina fyrir okkur enda gátum við þá sagt við hina fiskana að HAM væri að mæta og hinir rokkararnir urðu miklu spenntari að mæta fyrir vikið,“ segir Addi hlæjandi. Hið pínulitla stúdíó fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri. Á eftir HAM mætir Biggi í Maus en Addi segir X-verja hafa fengið góðfúslegt leyfi hjá honum til að kenna tónleikaröðina við hið goðsagnakennda lag MAUS. „Við hreinlega urðum að fá Bigga Maus og fengum hans blessun til þess að kalla tónleikaröðina þessu nafni. Það má því segja að hann sé sérlegur verndari þáttarins,“ segir Addi sem bætir því við að í hið minnsta þrjátíu hljómsveitir séu á óskalista fyrir þáttinn sem hann bætir við að verði í hið minnsta fjórar seríur. Á eftir Bigga mætir Dr. Gunni, síðan Spacestation, I Adapt og að lokum Brain Police. X977 Live in a fishbowl Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er svo oft sem menn fá svona hugmyndir en svo eru þær aldrei framkvæmdar. Ómar fékk þessa ævintýrahugmynd að bjóða hljómsveitum að spila inn í litla stúdíóinu okkar sem lítur út eins og fiskabúar, líkt og tíðkast í þessum útvarpsheimi og við ákváðum bara að kýla á þetta þrátt fyrir að vera efins í byrjun,“ segir útvarpsmaðurinn og rokkarinn Addi Tryggvason í samtali við Vísi. Hann segir rokkarana í HAM hafa verið efsta á óskalista útvarpsmannana á X-inu. „Ég man ég sagði samt bara: Ha?!?! Fá HAM?! Það er alltof stórt! Svo voru þeir bara fyrsta bandið til þess að samþykkja að mæta og það opnaði svo sannarlega hurðina fyrir okkur enda gátum við þá sagt við hina fiskana að HAM væri að mæta og hinir rokkararnir urðu miklu spenntari að mæta fyrir vikið,“ segir Addi hlæjandi. Hið pínulitla stúdíó fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri. Á eftir HAM mætir Biggi í Maus en Addi segir X-verja hafa fengið góðfúslegt leyfi hjá honum til að kenna tónleikaröðina við hið goðsagnakennda lag MAUS. „Við hreinlega urðum að fá Bigga Maus og fengum hans blessun til þess að kalla tónleikaröðina þessu nafni. Það má því segja að hann sé sérlegur verndari þáttarins,“ segir Addi sem bætir því við að í hið minnsta þrjátíu hljómsveitir séu á óskalista fyrir þáttinn sem hann bætir við að verði í hið minnsta fjórar seríur. Á eftir Bigga mætir Dr. Gunni, síðan Spacestation, I Adapt og að lokum Brain Police.
X977 Live in a fishbowl Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira