Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 13:09 Rúrik og Arnór eru jafnaldrar og háðu marga baráttuna með HK og ÍA á yngri árum. Þau voru bestu lið landsins í þeirra árgangi. Vísir/Samsett Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. „Ég klúðraði víti í úrslitaleiknum. Hann fór 1-1, við vorum að spila við HK – Rúrik Gíslason og félaga – þeir voru ófáir leikirnir sem við áttumst við á yngri árum. En það fór 1-1 og af því að þeir skoruðu á undan þá unnu þeir þetta,“ segir Arnóri í samtali við Stöð 2 í viðtali þar sem hann gerði upp ferilinn. „Ég kyssti boltann og dúndraði honum svo í heimaklett,“ segir Arnór og bætir við: „Það tók svona átta til níu ár að átta sig á þessu,“ segir Arnór léttur en hann gat þó huggað sér við það að hann var valinn besti leikmaður mótsins. Arnór var verðlaunaður sem besti leikmaður mótsins.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Rígur var milli þeirra á þessum tíma en þeir urðu síðar miklir mátar. „Það var mikill rígur á milli þessara liða og alveg mikill rígur á milli okkar líka. Rúrik var þessi pretty boy og Appelsín strákurinn. Það var mikil athygli á honum á þessum tíma enda geggjaður í fótbolta.“ Rígurinn var hins vegar lagður til hliðar þegar þeir kynntust betur í landsliðsverkefnum örfáum árum síðar. Rúrik var þá með í för þegar Arnór reyndi fyrir sér hjá Heerenveen í Hollandi. Arnór samdi við Heerenveen í kjölfarið en Rúrik fór hins vegar til Charlton á Englandi. „Um leið og við kynntumst á Laugarvatni og vorum saman í yngri landsliðunum og förum svo saman til Heerenveen á reynslu með foreldrum okkar seinna meir. Við urðum mjög góðir vinir í framhaldinu en það var tekist á til að byrja með,“ segir Arnór. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þá má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu. Besta deild karla HK ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Ég klúðraði víti í úrslitaleiknum. Hann fór 1-1, við vorum að spila við HK – Rúrik Gíslason og félaga – þeir voru ófáir leikirnir sem við áttumst við á yngri árum. En það fór 1-1 og af því að þeir skoruðu á undan þá unnu þeir þetta,“ segir Arnóri í samtali við Stöð 2 í viðtali þar sem hann gerði upp ferilinn. „Ég kyssti boltann og dúndraði honum svo í heimaklett,“ segir Arnór og bætir við: „Það tók svona átta til níu ár að átta sig á þessu,“ segir Arnór léttur en hann gat þó huggað sér við það að hann var valinn besti leikmaður mótsins. Arnór var verðlaunaður sem besti leikmaður mótsins.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Rígur var milli þeirra á þessum tíma en þeir urðu síðar miklir mátar. „Það var mikill rígur á milli þessara liða og alveg mikill rígur á milli okkar líka. Rúrik var þessi pretty boy og Appelsín strákurinn. Það var mikil athygli á honum á þessum tíma enda geggjaður í fótbolta.“ Rígurinn var hins vegar lagður til hliðar þegar þeir kynntust betur í landsliðsverkefnum örfáum árum síðar. Rúrik var þá með í för þegar Arnór reyndi fyrir sér hjá Heerenveen í Hollandi. Arnór samdi við Heerenveen í kjölfarið en Rúrik fór hins vegar til Charlton á Englandi. „Um leið og við kynntumst á Laugarvatni og vorum saman í yngri landsliðunum og förum svo saman til Heerenveen á reynslu með foreldrum okkar seinna meir. Við urðum mjög góðir vinir í framhaldinu en það var tekist á til að byrja með,“ segir Arnór. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þá má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu.
Besta deild karla HK ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01