„Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 19:08 Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseti. EPA/AL DRAGO Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið. Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira