Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. nóvember 2024 07:00 Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi. Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi gengur út á að bjóða upp á hagstæð húsnæðislán þar sem fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki lántaka er tryggður, til lengri tíma. Fjármögnun kerfisins verði þannig að álag á grunnvexti verði sem lægst. Það er tími til kominn að við tökum upp nýtt kerfi. Kerfi sem deilir áhættu á milli þess sem skuldar og þess sem lánar. Þetta er grundvallar breyting frá núverandi fyrirkomulagi. Húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Með danska kerfinu er hægt að taka óverðtryggð lán með föstum vöxtum til allt að 30 ára. Gegnsæi í verðlagningu verður útfært þannig að lánveitendum verður skylt að birta álag á lánum frá grunnvöxtum eins og það er þegar lánveiting á sér stað. Megin veðsetningarhlutfall verður 80% í stað 70% þannig er hægt að lækka lánakjör á viðbótarlánum. Samhliða verður óheimilt að veita verðtryggð lán til neytenda. Þannig lækka vextir til lengri tíma. Fjármögnun íbúðalánakerfisins verður í gegnum sértryggða stóra skuldabréfaflokka þar sem margir lánveitendur geta selt lán inn í flokkana. Með því er tryggt meira framboð sem tryggir dýpri markað sem ætti að tryggja minna álag á grunnvexti. Þannig bjóðast ávallt bestu lánakjör til lántaka hverju sinni. Skattafrádráttur kemur í stað vaxtabóta og fjármagn til kerfisins verði stóraukið frá því sem nú er. Frádrátturinn skal miða að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði og nýtist lág- og millitekjufólki og þeim sem nýlega hafa keypt húsnæði. Viðmiðið verður 4 til 5% nafnvextir og verður umframkostnaður greiddur niður í formi skattaafsláttar. Þó verða tekjumörk á þeim skattafrádrætti. Fjármögnun á úrræðinu verði sótt í fjármálakerfið með bankaskatti og öðrum gjöldum. Einnig þarf að skoða vaxtaþak á húsnæðislán eins og þekkst hefur á norðurlöndunum. Það er komið að þér Það halda sjálfsagt margir að stefna Flokks fólksins í þessum málaflokki sé draumórakennd, illa ígrunduð og útfærð. Staðreyndin er önnur. Árið 2012, í eftirmálum bankahrunsins, samþykkti þing Alþýðusambands Íslands að fara í greiningu á danska húsnæðislánakerfinu. Úr varð ítarleg úttekt á danska kerfinu og tillögur um hvernig hægt væri að útfæra það hér á landi. Skýrslan kom út árið 2013. VR lét einnig vinna úttekt á danska kerfinu árið 2022. Kostir og nauðsyn þess að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi hljóta að vera augljósir. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við núverandi kerfi sem byggir á einhliða okri og þeirri staðreynd að fjármálakerfið hefur ekki nokkurn hag af stöðugleika. Þvert á móti vænkast hagur bankanna í hagsveiflum og hárri verðbólgu. Þetta er grundvallaratriði! Fjármálakerfið þarf að hafa sama hag af stöðugleika og fólkið í landinu! Flokkur fólksins stendur ekki aðeins fyrir breytingar heldur raunhæfar og raunverulegar breytingar sem studdar eru baráttu og kröfum verkalýðshreyfingarinnar, þar sem hugmyndirnar hafa verið útfærðar til aðgerða. Úr skýrslu Alþýðusambands íslands frá árinu 2013. Breytinga er þörf! En hvað er til ráða við þær aðstæður sem við nú búum við? Er hægt að gera einhverjar þær breytingar á fjármögnun á húsnæði sem færa okkur nær því marki að tryggja landsmönnum meira öryggi og betri kjör í húsnæðismálum? Hafa orðið þær breytingar á fjármálamarkaði sem gera okkur kleyft að tryggja betur hag launafólks en núverandi kerfi gerir? Þegar litið er til annarra landa staldra margir við danska húsnæðisveðlánakerfið en það kerfi varð til í lok 18. aldar. Eftir að efnahagskreppan skall á hafa margir staldrað við þetta kerfi og bent á kosti þess Moody‘s skrifaði sérstaka skýrslu um þetta kerfi árið 2002 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók þetta kerfi út í mars árið 2007 og Helstu einkenni danska húsnæðiskerfisins eru: Húsnæðisveðlánum er miðlað í gegnum sérhæfðar stofnanir sem mega aðeins sýsla með miðlun og þjónustu húsnæðisveðlána og fjármögnun þeirra með húsnæðisskuldabréfaútgáfu á markaði. Þessar stofnanir mega ekki sækja fjármagn með innlánum eða gefa út ábyrgðir en mega þróa banka- og tryggingarstarfsemi í gegnum dótturfélög. Kerfið byggir á föstum nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma, hámarks lánshlutfalli m.v. markaðsvirði er 80% og að lánin eru til allt að 30 ára. Við mat á veðhæfni ber að nota varfærið mat á verðmæti eigna sem framkvæmt er af eigin sérfræðingum með vettvangsskoðun, en ekki af fasteignasölum. Húsbréfakerfið, sem hér var við líði milli 1989-2004, byggði að hluta til á sömu hugmynd um gagnkvæmni í skuldabréfi lántakandans og hinu skráða veðskuldabréfi en vék að flestu leiti frá þeim sveigjanlegu eiginleikum sem danska kerfið byggir á gagnvart bæði skuldurum og fjárfestum. Kerfið byggir á víðtækri skráningu eigna og þinglýsingum. Kerfið byggir á bókhaldslegu og áhættulegu jafnvægi á milli eignahliðar (húsnæðisveðlánin) og skuldahliðar (skráðra húsnæðisskuldabréfa) í efnahagsreikningi stofnananna – svokallaðri jafnvægisreglu. Afrakstri af hverju húsnæðisskuldabréfaútboði er miðlað beint til lántakenda og vaxtagreiðslur og afborganir af húsnæðisveðlánum þeirra er miðlað beint til þeirra fjárfesta sem eiga skráðu húsnæðisskuldabréfin. Húsnæðisveðlánastofnanirnar hafa sérhæft sig á ákveðnum markaðssvæðum og náð mikilli hagkvæmni þannig að kostnaður við kerfið er að meðaltali aðeins 50 pkt. (0,5%) álag á markaðsvexti. Jafnvægisreglan Uppgreiðsla lána er ávallt heimil af hálfu skuldara og leiðir til samsvarandi endurgreiðslu eða uppkaupa skráðra húsnæðisskuldabréfa til þess að jafnvægi haldist og endurfjármögnun vaxta- og greiðslubyrði leiðir til útgáfu nýrra skráðra húsnæðisskuldabréfa. Fjárfestar geta ekki gjaldfellt skráð húsnæðisskuldabréf nema vegna vanskila. Strangar reglur gilda um hvernig húsnæðisveðlánastofnun er heimilt að fjárfesta eigið fé sitt. Vegna ákvæða laga og reglna um hvernig þessar lánastofnanir skuli haga starfsemi sinni er áhætta þeirra takmörkuð áhættu af greiðslufalli lántakenda. Víðtækt eftirlit með starfsemi húsnæðisveðlánastofnana af hálfu fjármálaeftirlitsins. Greining Alþýðusambandsins á aðstæðum á fjármálamarkaði hefur sýnt fram á, að miklu máli skiptir fyrir almenning að vaxtaákvarðanir verði í ríkari mæli byggðar á aðstæðum á fjármálamarkaði hverju sinni fremur en ákvörðunum stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Ástæðan er sú fákeppni sem hér ríkir á fjármálamarkaði, vegna þess að fyrirtæki og stofnanir reikna sér rúm áhættuálög vegna óvissu um þróun verðlags og á vegna þess að óvissa er um fjármögnun langtíma útlána m.t.t. vaxtakjara og lánstíma auk þess sem krónan einangrar okkur frá öðrum fjármálamörkuðum. Danska kerfið uppfyllir þessi skilyrði og miðar er við að þau kjör sem eru á eftirmarkaði húsnæðisskuldabréfa speglist í gegnum starfsemi lánastofnananna til lántakenda. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi. Nýtt húsnæðislánakerfi á Íslandi gengur út á að bjóða upp á hagstæð húsnæðislán þar sem fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki lántaka er tryggður, til lengri tíma. Fjármögnun kerfisins verði þannig að álag á grunnvexti verði sem lægst. Það er tími til kominn að við tökum upp nýtt kerfi. Kerfi sem deilir áhættu á milli þess sem skuldar og þess sem lánar. Þetta er grundvallar breyting frá núverandi fyrirkomulagi. Húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Með danska kerfinu er hægt að taka óverðtryggð lán með föstum vöxtum til allt að 30 ára. Gegnsæi í verðlagningu verður útfært þannig að lánveitendum verður skylt að birta álag á lánum frá grunnvöxtum eins og það er þegar lánveiting á sér stað. Megin veðsetningarhlutfall verður 80% í stað 70% þannig er hægt að lækka lánakjör á viðbótarlánum. Samhliða verður óheimilt að veita verðtryggð lán til neytenda. Þannig lækka vextir til lengri tíma. Fjármögnun íbúðalánakerfisins verður í gegnum sértryggða stóra skuldabréfaflokka þar sem margir lánveitendur geta selt lán inn í flokkana. Með því er tryggt meira framboð sem tryggir dýpri markað sem ætti að tryggja minna álag á grunnvexti. Þannig bjóðast ávallt bestu lánakjör til lántaka hverju sinni. Skattafrádráttur kemur í stað vaxtabóta og fjármagn til kerfisins verði stóraukið frá því sem nú er. Frádrátturinn skal miða að því að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði og nýtist lág- og millitekjufólki og þeim sem nýlega hafa keypt húsnæði. Viðmiðið verður 4 til 5% nafnvextir og verður umframkostnaður greiddur niður í formi skattaafsláttar. Þó verða tekjumörk á þeim skattafrádrætti. Fjármögnun á úrræðinu verði sótt í fjármálakerfið með bankaskatti og öðrum gjöldum. Einnig þarf að skoða vaxtaþak á húsnæðislán eins og þekkst hefur á norðurlöndunum. Það er komið að þér Það halda sjálfsagt margir að stefna Flokks fólksins í þessum málaflokki sé draumórakennd, illa ígrunduð og útfærð. Staðreyndin er önnur. Árið 2012, í eftirmálum bankahrunsins, samþykkti þing Alþýðusambands Íslands að fara í greiningu á danska húsnæðislánakerfinu. Úr varð ítarleg úttekt á danska kerfinu og tillögur um hvernig hægt væri að útfæra það hér á landi. Skýrslan kom út árið 2013. VR lét einnig vinna úttekt á danska kerfinu árið 2022. Kostir og nauðsyn þess að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi hljóta að vera augljósir. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við núverandi kerfi sem byggir á einhliða okri og þeirri staðreynd að fjármálakerfið hefur ekki nokkurn hag af stöðugleika. Þvert á móti vænkast hagur bankanna í hagsveiflum og hárri verðbólgu. Þetta er grundvallaratriði! Fjármálakerfið þarf að hafa sama hag af stöðugleika og fólkið í landinu! Flokkur fólksins stendur ekki aðeins fyrir breytingar heldur raunhæfar og raunverulegar breytingar sem studdar eru baráttu og kröfum verkalýðshreyfingarinnar, þar sem hugmyndirnar hafa verið útfærðar til aðgerða. Úr skýrslu Alþýðusambands íslands frá árinu 2013. Breytinga er þörf! En hvað er til ráða við þær aðstæður sem við nú búum við? Er hægt að gera einhverjar þær breytingar á fjármögnun á húsnæði sem færa okkur nær því marki að tryggja landsmönnum meira öryggi og betri kjör í húsnæðismálum? Hafa orðið þær breytingar á fjármálamarkaði sem gera okkur kleyft að tryggja betur hag launafólks en núverandi kerfi gerir? Þegar litið er til annarra landa staldra margir við danska húsnæðisveðlánakerfið en það kerfi varð til í lok 18. aldar. Eftir að efnahagskreppan skall á hafa margir staldrað við þetta kerfi og bent á kosti þess Moody‘s skrifaði sérstaka skýrslu um þetta kerfi árið 2002 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók þetta kerfi út í mars árið 2007 og Helstu einkenni danska húsnæðiskerfisins eru: Húsnæðisveðlánum er miðlað í gegnum sérhæfðar stofnanir sem mega aðeins sýsla með miðlun og þjónustu húsnæðisveðlána og fjármögnun þeirra með húsnæðisskuldabréfaútgáfu á markaði. Þessar stofnanir mega ekki sækja fjármagn með innlánum eða gefa út ábyrgðir en mega þróa banka- og tryggingarstarfsemi í gegnum dótturfélög. Kerfið byggir á föstum nafnvöxtum til skemmri eða lengri tíma, hámarks lánshlutfalli m.v. markaðsvirði er 80% og að lánin eru til allt að 30 ára. Við mat á veðhæfni ber að nota varfærið mat á verðmæti eigna sem framkvæmt er af eigin sérfræðingum með vettvangsskoðun, en ekki af fasteignasölum. Húsbréfakerfið, sem hér var við líði milli 1989-2004, byggði að hluta til á sömu hugmynd um gagnkvæmni í skuldabréfi lántakandans og hinu skráða veðskuldabréfi en vék að flestu leiti frá þeim sveigjanlegu eiginleikum sem danska kerfið byggir á gagnvart bæði skuldurum og fjárfestum. Kerfið byggir á víðtækri skráningu eigna og þinglýsingum. Kerfið byggir á bókhaldslegu og áhættulegu jafnvægi á milli eignahliðar (húsnæðisveðlánin) og skuldahliðar (skráðra húsnæðisskuldabréfa) í efnahagsreikningi stofnananna – svokallaðri jafnvægisreglu. Afrakstri af hverju húsnæðisskuldabréfaútboði er miðlað beint til lántakenda og vaxtagreiðslur og afborganir af húsnæðisveðlánum þeirra er miðlað beint til þeirra fjárfesta sem eiga skráðu húsnæðisskuldabréfin. Húsnæðisveðlánastofnanirnar hafa sérhæft sig á ákveðnum markaðssvæðum og náð mikilli hagkvæmni þannig að kostnaður við kerfið er að meðaltali aðeins 50 pkt. (0,5%) álag á markaðsvexti. Jafnvægisreglan Uppgreiðsla lána er ávallt heimil af hálfu skuldara og leiðir til samsvarandi endurgreiðslu eða uppkaupa skráðra húsnæðisskuldabréfa til þess að jafnvægi haldist og endurfjármögnun vaxta- og greiðslubyrði leiðir til útgáfu nýrra skráðra húsnæðisskuldabréfa. Fjárfestar geta ekki gjaldfellt skráð húsnæðisskuldabréf nema vegna vanskila. Strangar reglur gilda um hvernig húsnæðisveðlánastofnun er heimilt að fjárfesta eigið fé sitt. Vegna ákvæða laga og reglna um hvernig þessar lánastofnanir skuli haga starfsemi sinni er áhætta þeirra takmörkuð áhættu af greiðslufalli lántakenda. Víðtækt eftirlit með starfsemi húsnæðisveðlánastofnana af hálfu fjármálaeftirlitsins. Greining Alþýðusambandsins á aðstæðum á fjármálamarkaði hefur sýnt fram á, að miklu máli skiptir fyrir almenning að vaxtaákvarðanir verði í ríkari mæli byggðar á aðstæðum á fjármálamarkaði hverju sinni fremur en ákvörðunum stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Ástæðan er sú fákeppni sem hér ríkir á fjármálamarkaði, vegna þess að fyrirtæki og stofnanir reikna sér rúm áhættuálög vegna óvissu um þróun verðlags og á vegna þess að óvissa er um fjármögnun langtíma útlána m.t.t. vaxtakjara og lánstíma auk þess sem krónan einangrar okkur frá öðrum fjármálamörkuðum. Danska kerfið uppfyllir þessi skilyrði og miðar er við að þau kjör sem eru á eftirmarkaði húsnæðisskuldabréfa speglist í gegnum starfsemi lánastofnananna til lántakenda. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar