Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 09:31 Sergio Ramos sést hér snúa niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum 2018 en Jürgen Klopp er enn ósáttur við hann. Getty/Robbie Jay Barratt Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er enn fúll yfir tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 og þá sérstaklega út í einn mann. Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira