Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Ástralinn Jeffrey Guan var byrjaður að keppa á bandarísku mótaröðinni í golfi þegar slysið varð. Getty/Aurelien Meunier Ástralski kylfingurinn Jeffrey Guan þreytti frumraun sína á bandarísku mótarröðinni í golfi um miðjan september. Viku seinna varð hann fyrir miklu óláni. Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04) Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04)
Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira