„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:00 Leikmenn Shakhtar hafa þurft að glíma við ýmislegt síðustu misseri. Vísir/Getty „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Sjá meira
Shakhtar tapaði naumlega 1-0 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í keppninni. Liðið spilar heimaleiki sína á Veltins-vellinum í Gelsenkirchen í Þýskalandi enda ekki hægt að spila heimafyrir vegna stríðsástandsins í Úkraínu. Félagið fluttist búferlum til Kænugarðs vegna stríðsins, enda lék það Donetsk, heimabæ félagsins hvað verst. Eftir það flutti liðið til Lviv, sem er um 600 kílómetrum vestar en Kiev. Palkin segir erfitt fyrir leikmenn að eiga við ástandið. „Við erum núna að æfa og spila í Lviv, í vesturhluta Úkraínu. Þar er tiltölulega öruggt. Þegar við spilum á útivelli í Kyiv eða í austurhlutanum gistum við aðeins á hótelum sem eru með sprengjubyrgi,“ segir Palkin í samtali við miðilinn Spox og bætir við: „Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi. Þá verðum við að komast fljótt inn í byrgið. Við gerum allt sem við getum til að tryggja öryggi leikmanna okkar. En það er ekki hægt að verja sig 100 prósent í stríði.“ Liðsmenn félagsins urðu þá fyrir óþægilegri reynslu þegar sprengjuárásir urðu á borg þar sem félagið átti að leika. „Fyrir nokkrum vikum áttum við útileik í Kryvyi Rig í austurhluta Úkraínu. Tveimur dögum fyrir komu okkar varð hótelið sem við áttum að gista á fyrir eldflaugum og gjöreyðilagðist. Fjórir létust og margir slösuðust,“ „Það var mjög erfitt að sannfæra leikmenn, fjölskyldur þeirra og þjálfara um að við ættum að fara samt. Á endanum fórum við. En ekki tókst að klára leikinn vegna annars sprengjuhræðslu. Ég er mjög stoltur af leikmönnum okkar fyrir að vinna við þessar aðstæður.“ Shakhtar situr í fjórða sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir níu leiki. Dynamo Kiev er á toppnum með 25 stig. Liðin mætast um helgina í Kænugarði en næsti Meistaradeildarleikur liðsins er við Young Boys frá Sviss 6. nóvember.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó