Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 13:09 Lið KA með bikarinn eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem nú hefur verið dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka. Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan! Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Í yfirlýsingunni leggja Stjörnumenn áherslu á að ekki sé gerður greinarmunur á getustigi, þegar komi að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi, og allra síst vegna úrslitaleiks Íslandsmóts. Leikurinn fór fram á Akureyri 14. september og eftir að KA komst í 3-0 náði Stjarnan að jafna í seinni hálfleik. Því var gripið til framlengingar en dómari leiksins gerði þau mistök að hafa framlenginguna 2x5 mínútur, í stað 2x10 mínútur, og vítaspyrnukeppnina þannig að hvort lið fengi aðeins þrjár spyrnur en ekki fimm. KA vann leikinn í vítaspyrnukeppni og strákarnir í liðinu, 12 og 13 ára gamlir, fögnuðu vel. Stjarnan kærði hins vegar niðurstöðuna til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem féllst á kröfu Stjörnunnar og því mætast liðin að nýju á morgun, á Akureyri, í 2x10 mínútna framlengingu. Verði jafnt að henni lokinni tekur við vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið fær fimm spyrnur eins og reglurnar segja til um. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnupilta, sem væntanlega þurfa að taka frí frá skóla á morgun til að ferðast í leikinn. „Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en yfirlýsinguna má lesa í heild hér að neðan. Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Stjörnunnar Umtalsverð umfjöllun hefur átt sér stað í kjölfar þess að 4. flokkur karla spilaði úrslitaleik á móti KA þar sem framkvæmd leiksins fór úrskeiðis hjá KA. Það er gríðarlega mikilvægt að því sé haldið til haga að við sem félag gerum ekki greinarmun á getustigi þegar kemur að metnaði við að framkvæmd leikja sé í lagi og þá allra síst úrslitaleikur Íslandsmóts. Sú umræða sem hefur skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið er byggð á upphrópunum og eftir atvikum, röngum upplýsingum. Ljóst er að bæði leiktími framlengingar var helmingi styttri en á að vera skv. reglum KSÍ og að fjöldi vítaspyrna var umtalsvert færri en reglur gera ráð fyrir. Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á. Sannleikurinn er sá að þjálfarar liðsins og forráðamenn félagsins tóku þá ákvörðun að kæra úrslitin þannig að atvik sem þetta myndi ekki endurtaka sig. Áfram fótboltinn og gerum öllum jafn hátt undir höfði og vöndum okkur í því mikilvæga starfi sem okkur er treyst fyrir. Skíni Stjarnan!
Fótbolti Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira