Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 06:48 Jürgen Klopp naut gríðarlegra vinsælda hjá Liverpool enda batt hann meðal annars endi á þrjátíu ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli. Getty/James Baylis Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að finna sér nýtt starf og það er hjá orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull, sem á knattspyrnufélög í nokkrum löndum. Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira