Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 21:02 Aðalsteinn Sigfússon sést hér í miðjunni. Honum á hægri hönd, í hvarfi á bak við blóðflöguvélina, er Hákon sonur hans. Guðrún Aðalsteinsdóttir situr með appelsínusafa í hönd í forgrunni og ræðir við bróður sinn, Sigfús. Vísir/sigurjón Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum. Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum.
Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13