Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 11:31 Karim Adeyemi skoraði þrennu fyrir Borussia Dortmund gegn Celtic og fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn. getty/Geert van Erven Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00