Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 23:05 sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá því á fundi öryggisráðsins að Frakkar og Bandaríkjamenn væru að vinna saman. Vísir/EPA Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. „Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
„Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira