Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 08:31 David Raya ver ótrúlega frá Mateo Retegui. getty/Roberto Tommasini Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02