Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 23:02 Ívar Orri Kristjánsson dómari lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum á loft í leik Breiðabliks og HK. Fékk Damir Muminovic eitt þeirra og er kominn í leikbann. Vísir/Viktor Freyr „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. „Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
„Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira