Trúverðugleiki til sölu! Jakob Frímann Magnússon skrifar 14. september 2024 13:01 Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar