Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 13:32 „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum“ segir Böðvar. Samsett/Vísir/Getty Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira