40 ára tilraun sem mistókst Georg Eiður Arnarson skrifar 3. september 2024 23:31 Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta ekki. En já, kvótakerfið var sett á 1984 og þá m.a. vegna loforðs fiskifræðinga um, að ef farið væri eftir þeim í 3 ár, þá yrðum við að þeim tíma liðnum farin að veiða 400-500 þúsund tonn af þorski á hverju ári, en eins og svo sem allir vita þá hefur þetta aldrei tekist, en til þess að viðhalda þessu kvótakerfi var tekin sú ákvörðun árið 1990 að leyfa frjálst framsal á aflaheimildum og svolítið sérstakt að hugsa til þess, að á þeim tíma var aðeins 1 stjórnmálaflokkur sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu á þingi og það var Sjálfstæðisflokkurinn, en margt hefur breyst síðan þá. Eftir 1999 hins vegar, hefur rignt inn allskonar tegundum í kvóta til þess eins að hagsmunaaðilar gæti notað þær í tilfærslur. Það er talið að fjárhagslegt tjón þjóðarinnar sé uþb 100 milljarðar á ári vegna kvótakerfisins, en það er fyrir utan það tjón sem orðið hefur vegna fáránlegra vinnubragða Hafró, sem að meira að segja sumir í stórútgerðinni eru farnir að tala um og má þar t.d. nefna síðustu 2 loðnuvertíðar, en þar úthlutaði Hafró loðnukvóta sem aldrei veiddist nema að hluta til og margir loðnusjómenn tala um að það hafi í raun og veru ekki verið til í hafinu, enda hefur ekki verið úthlutað loðnu síðan þá með tilheyrandi tjóni fyrir land og þjóð og svolítið sérstakt að Hafró þurfi ekki að bera neina ábyrgð af sínum útreikningum, en um leið líka svolítið mikilvægt að hafa í huga að það er að sjálfsögðu ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hvað megi veiða og þó að ráðherrar undanfarinna ríkisstjórna hafi því miður vanið sig á að fela sig á bak við ráðgjöf Hafró, þá bera þeir samt ábyrgðina. En hvernig var þetta fyrir daga kvótakerfisins? Í dag heitir sjávarútvegsráðherra matvælaráðherra og fer bæði með málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, en fyrir daga kvótakerfisins vorum við með sérstakan sjávarútvegsráðherra sem ferðaðist um landið, ræddi við sjómenn og skipstjóra í hverju landshorni og tók síðan ákvörðun í samráði við þá sem unnu við að veiða fiskinn og þekktu fiskimiðin. Árangurinn var líka sá, að þá veiddum við helmingi meira heldur en í dag. Vissulega á mun fleiri skipum, en þessi hagræðing í sjávarútvegi hefur svo sannarlega kostað mörg sjávarþorpin lífið. Ég horfði á ágætan þátt um sjávarútvegsmálin um daginn, þar sem í viðtali voru nokkrir skipstjórar sem starfað höfðu um og yfir 50 ár á sjó og höfðu frá ýmsu að segja, en allir voru þeir þó sammála um eitt, að í dag er gríðarleg uppsveifla í þorskstofninum á Íslandi en við erum ekki að nýta okkur það og enginn þeirra skilur vinnubrögð Hafró, ráðgjöf Hafró eða þetta svokallaða togararall Hafró sem engu skilar, eins og marg hefur verið sýnt fram á. Reyndar svolítið sérstakt líka að lesa ályktun SFS um makrílrannsóknir Hafró, en samkvæmt mælingum Hafró hefur makrílstofninn minnkað um liðlega helming í íslenskri lögsögu, en samkvæmt ályktun SFS er ekkert að marka það vegna þess að þetta sé stofn sem sé flökkustofn, en spurningin er, eru ekki allir fiskistofnar meira og minna flökkustofnar sem færa sig til eftir æti, t.d. tala sjómenn á Vestfjörðum mikið um það þegar grænlandsþorskurinn gengur inn á miðin og svo aftur til baka, en það hefur hins vegar aldrei verið mælt af Hafró og þeir í raun og veru hafnað því að þetta sé til. Pínu sérstakt. Óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs nýs fiskveiðiárs. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta ekki. En já, kvótakerfið var sett á 1984 og þá m.a. vegna loforðs fiskifræðinga um, að ef farið væri eftir þeim í 3 ár, þá yrðum við að þeim tíma liðnum farin að veiða 400-500 þúsund tonn af þorski á hverju ári, en eins og svo sem allir vita þá hefur þetta aldrei tekist, en til þess að viðhalda þessu kvótakerfi var tekin sú ákvörðun árið 1990 að leyfa frjálst framsal á aflaheimildum og svolítið sérstakt að hugsa til þess, að á þeim tíma var aðeins 1 stjórnmálaflokkur sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu á þingi og það var Sjálfstæðisflokkurinn, en margt hefur breyst síðan þá. Eftir 1999 hins vegar, hefur rignt inn allskonar tegundum í kvóta til þess eins að hagsmunaaðilar gæti notað þær í tilfærslur. Það er talið að fjárhagslegt tjón þjóðarinnar sé uþb 100 milljarðar á ári vegna kvótakerfisins, en það er fyrir utan það tjón sem orðið hefur vegna fáránlegra vinnubragða Hafró, sem að meira að segja sumir í stórútgerðinni eru farnir að tala um og má þar t.d. nefna síðustu 2 loðnuvertíðar, en þar úthlutaði Hafró loðnukvóta sem aldrei veiddist nema að hluta til og margir loðnusjómenn tala um að það hafi í raun og veru ekki verið til í hafinu, enda hefur ekki verið úthlutað loðnu síðan þá með tilheyrandi tjóni fyrir land og þjóð og svolítið sérstakt að Hafró þurfi ekki að bera neina ábyrgð af sínum útreikningum, en um leið líka svolítið mikilvægt að hafa í huga að það er að sjálfsögðu ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hvað megi veiða og þó að ráðherrar undanfarinna ríkisstjórna hafi því miður vanið sig á að fela sig á bak við ráðgjöf Hafró, þá bera þeir samt ábyrgðina. En hvernig var þetta fyrir daga kvótakerfisins? Í dag heitir sjávarútvegsráðherra matvælaráðherra og fer bæði með málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, en fyrir daga kvótakerfisins vorum við með sérstakan sjávarútvegsráðherra sem ferðaðist um landið, ræddi við sjómenn og skipstjóra í hverju landshorni og tók síðan ákvörðun í samráði við þá sem unnu við að veiða fiskinn og þekktu fiskimiðin. Árangurinn var líka sá, að þá veiddum við helmingi meira heldur en í dag. Vissulega á mun fleiri skipum, en þessi hagræðing í sjávarútvegi hefur svo sannarlega kostað mörg sjávarþorpin lífið. Ég horfði á ágætan þátt um sjávarútvegsmálin um daginn, þar sem í viðtali voru nokkrir skipstjórar sem starfað höfðu um og yfir 50 ár á sjó og höfðu frá ýmsu að segja, en allir voru þeir þó sammála um eitt, að í dag er gríðarleg uppsveifla í þorskstofninum á Íslandi en við erum ekki að nýta okkur það og enginn þeirra skilur vinnubrögð Hafró, ráðgjöf Hafró eða þetta svokallaða togararall Hafró sem engu skilar, eins og marg hefur verið sýnt fram á. Reyndar svolítið sérstakt líka að lesa ályktun SFS um makrílrannsóknir Hafró, en samkvæmt mælingum Hafró hefur makrílstofninn minnkað um liðlega helming í íslenskri lögsögu, en samkvæmt ályktun SFS er ekkert að marka það vegna þess að þetta sé stofn sem sé flökkustofn, en spurningin er, eru ekki allir fiskistofnar meira og minna flökkustofnar sem færa sig til eftir æti, t.d. tala sjómenn á Vestfjörðum mikið um það þegar grænlandsþorskurinn gengur inn á miðin og svo aftur til baka, en það hefur hins vegar aldrei verið mælt af Hafró og þeir í raun og veru hafnað því að þetta sé til. Pínu sérstakt. Óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs nýs fiskveiðiárs. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun