Biður forseta um breytt fyrirkomulag á skólamáltíðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 19:18 Oddur Bjarni vill funda með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að kynna hugmyndina sína betur. Vilhelm/Aðsend Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. „Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“ Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Ég var í spænskuskóla í sumar og kynntist þar stelpu frá Þýskalandi. Í hennar skóla er alltaf sama tegund af mat á vissum degi, t.d. fiskur á fimmtudögum og vegan á þriðjudögum,“ segir í aðsendri grein Odds Bjarna Bergvinssonar, fimmtán ára nemanda í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í gær. Hann leggur til að allir grunnskólar landsins taki upp svokallaðan SKVÓP-matseðil. Staðlaðan matseðil skólamáltíða. Mat hent eins og rusli Nú þegar skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar segir Oddur Bjarni mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ekki í mat að óþörfu. Sé matseðillinn staðlaður, viti foreldrar hvenær þeir eigi að skrá börnin sín í mat og hvenær þau vilji frekar nesti. Þá þyki honum að eigin sögn ömurlegt að lenda í að fá sama matinn í hádegismat og í kvöldmat. „Ef það er kjúklingaborgari í hádeginu þá er það geggjað. En ef það er líka kjúklingaborgari heima er ég bara, eeeeh,“ segir Oddur Bjarni. Hugmyndin spretti ekki síst út frá umhverfissjónarmiðum. „Það er svo ógeðslega mikil matarsóun í skólum. Matnum er hent eins og hann sé bara rusl,“ segir Oddur. En hvað þýðir SKVÓP? „Þetta er skammstöfun á réttunum sem eru í matinn á hverjum degi,“ útskýrir hann. Vikumatseðilinn yrði því eftirfarandi: Mánudagur: Sjávarréttur, fiskur Þriðjudagur: Kjöt Miðvikudagur: Vegan Fimmtudagur: Ódýr matur, eða spónamatur Föstudagur: Partýmatur, pítsa, hamborgari eða takkó. Heldur í vonina Oddur Bjarni er í tíunda bekk og þarf því að hafa hraðar hendur ef hann vill sjá breytingarnar ganga í gegn meðan hann er enn í grunnskóla. Aðspurður segist hann alveg til í að berjast fyrir málstaðnum þrátt fyrir að hann muni líklega ekki njóta góðs af breytingunum. „Ég er búin að senda forsetanum bréf og það er móttekið,“ segir Oddur. Í grein sinni í Morgunblaðinu biður hann Höllu um að koma hugmyndinni áleiðis. Ertu bjartsýnn á að fá svar? „Vonin er að deyja hægt og rólega en ég ætla að vera sterkur og tékka á email-inu mínu á hverjum degi. Helst reyna að fá fund með forsetanum til að kynna hugmyndina formlega.“
Skóla- og menntamál Vestmannaeyjar Matur Grunnskólar Krakkar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira