„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 16:15 Viðar Örn Kjartansson er kominn í gang og það gæti reynst KA dýrmætt nú þegar styttist í bikarúrslitaleik. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02