Allt á suðupunkti í flokki utanríkisráðherrans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:10 Á myndinni má sjá Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og formann Moteraterne, á spjalli við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á óformlegum leiðtogafundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag fyrr á þessu ári. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Moteraterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur, er í krísu og hefur vinnustaðasálfræðingur verið kallaður til til að bregðast við eitraðri vinnustaðamenningu sem sögð er viðgangast innan flokksins. Þá hefur verið ákveðið að koma upp nafnlausu ábendingakerfi þar sem hægt verður að tilkynna um óæskilega háttsemi, áreitni eða ofbeldi í kjölfar hneykslismála sem upp hafa komið hjá flokknum. Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman. Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman.
Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira