Í lífshættu sextán ára en hefur öðlast nýtt líf með þyngdarstjórnunarlyfjum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 08:59 Feðgarnir Sveinn Hjörtur, til vinstri, og Sveinn Rúnar, til hægri, segja mikilvægt að hægt sé að tala opinskátt um offitu. Sveinn Rúnar Sveinsson er með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm. Sextán ára gamall var hann orðinn 140 kíló og fékk að heyra að ef hann héldi áfram á sömu braut myndi hann ekki lifa fram á fullorðinsár. Stuttu seinna byrjaði hann á þyngdarstjórnunarlyfinu Saxenda. Eitt einkenna sjúkdómsins PKU er að líkaminn brýtur ekki niður próteinið sem fólk borðar. Frá fæðingu hefur Sveinn Rúnar því verið á sérstakri mjólk og fæðu og þurfti að vera með nesti hvert sem hann fór. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, faðir hans, segir þetta hafa gengið misvel en að þau foreldrarnir hafi þurft að útskýra fyrir skólanum hvað hann mætti fá og hvað ekki á hverju skólaári. „Ef hann gerir það ekki þá veldur það þroskaskerðingu og ýmsu öðru. Þá er of mikið prótein í líkamanum því hann nær ekki að brjóta það niður,“ segir Sveinn en feðgarnir voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða þessi mál. Hann segir eina afleiðingu þessa mataræðis að fólk getur þyngst þegar það fer að þroskast og eins og kom fram að ofan var hann orðinn 140 kíló 16 ára. Stuttu seinna byrjaði hann á Saxenda. Sveinn Rúnar segir það hafa bjargað lífi sínu. Hann sprautar sig með lyfinu á hverjum degi og segir að eftir að hann byrjaði hafi hann verið búinn að léttast um fimm kíló eftir mánuð. „Í dag er ég í kringum 91 kíló,“ segir hann. „Ég sá að ég var búinn að léttast um fimm kíló og þá vildi ég halda áfram. Svo léttist ég um önnur fimm kíló og þá vildi ég halda áfram því ég sá árangur,“ segir Sveinn Rúnar. Fann að hann væri öðruvísi í afmælum og veislum Hann segir að hann hafi mest fundið fyrir því í afmælum eða annars konar viðburðum að hann hafi verið eitthvað öðruvísi. Hann hafi þurft að koma með sitt eigið nesti og að maturinn hafi ekki alltaf verið líkur þeim sem var í boði. Foreldrar og börn hafi mikið spurt um matinn hans. „Ég nenni ekki að svara þessu lengur. Ég fæ í dag, þegar ég er búinn að segja fólki svona tíu sinnum að ég sé með þennan sjúkdóm og að ég megi bara borða hitt og þetta, þá spyrja þau alltaf sömu spurninganna. „Af hverju máttu ekki borða þetta?“ Það er dálítið þreytandi.“ Þegar Sveinn Rúnar var tíu ára smakkaði hann svo „venjulegan“ mat í fyrsta sinn. „Ég man nákvæmlega hvað það var. Það var egg og beikon í morgunmat. Ég sagði við mömmu að ég ætla að fá egg og beikon og þú hefur ekkert val,“ segir Sveinn Rúnar en þá var hann byrjaður á nýjum lyfjum sem áttu að gera honum kleift að smakka „venjulegan“ mat. „Eggin eru allt í lagi en beikonið er miklu betra.“ Erfitt að stjórna þyngdinni Sveinn Rúnar segir að fyrir hann hafi verið erfitt að stjórna þyngdinni. Sérstaklega eftir að hann byrjaði að taka þessi lyf og hætti því svo. Það hafi verið erfitt að fara til baka. Maturinn væri svo góður. „Eftir það var þyngdin að fara hærra og hærra,“ segir hann og að það hafi líklega bjargað honum að vera í handbolta í þrettán ár. Mikill fjöldi Íslendinga er á þyngdarstjórnunarlyfjum og þar með talið einhver börn. Vísir/EPA Hann segir að hann hafi farið í mælingu til læknis fyrir nokkrum árum og hann hafi verið hissa á því hversu mikinn vöðvamassa hann væri með miðað við þyngd. Hann segir það handboltanum að þakka. Samt var hann orðinn 140 kíló við 16 ára aldur. Sveinn Hjörtur segir blendnar tilfinningar fylgja þessu. Sem foreldri hafi hann álasað sjálfum sér. Hann hafi sjálfur glímt við þyngdarvandamál og farið svo í aðgerð fyrir fjórum árum. „Maður fer að horfa í eigin barm og hvað ég hafi verið að gera rangt. En þetta er bara ekki þannig. Því þetta er sjúkdómur og það er kalda staðreyndin,“ segir Sveinn Hjörtur og að það sé erfitt að heyra að barnið mann sé kominn í hættu á að fá sykursýki. Ofan í þessa líkamlegu vanlíðan hafi svo komið andleg vanlíðan sem þeir hafi reynt að takast á við sömuleiðis. „Vanlíðan tengd öllu að vera í offitu. Bara að vera með færri möguleika á að gera hluti. Ég hef alltaf verið á eftir öllum í nánast öllu. Bæði tengd lærdómi og íþróttum en það sem hjálpaði mér í gegnum þetta er að ég lét það ekki stoppa mig í að komast að því markmiði sem ég vildi ná. Ég nota handboltann til að hreyfa mig og nýti hvert einasta tækifæri sem ég fæ til að bæta mig,“ segir Sveinn Rúnar. Saman í lífstílsbreytingum Sveinn Hjörtur segir að það hafi verið magnað upplifa þetta saman. Þeir hafi farið saman út að hjóla, hreyfa sig reglulega og orðið nánir vinir. „Við urðum samferða í þessari lífstílsbreytni.“ Feðgarnir segja áríðandi að það sé talað opinskátt um offitu og allt því tengt. Þeir stigu fyrst fram í viðtali við RÚV á sunnudaginn og segja viðbrögðin hafa verið mjög mikil. Þar kom fram að um 50 börn og ungmenni eru á þyngdarstjórnunarlyfjum á Íslandi. Sveinn Rúnar er einn þeirra fyrstu sem prófaði þau. Lyf Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Íþróttir barna Bítið Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. 19. maí 2024 09:42 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Eitt einkenna sjúkdómsins PKU er að líkaminn brýtur ekki niður próteinið sem fólk borðar. Frá fæðingu hefur Sveinn Rúnar því verið á sérstakri mjólk og fæðu og þurfti að vera með nesti hvert sem hann fór. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, faðir hans, segir þetta hafa gengið misvel en að þau foreldrarnir hafi þurft að útskýra fyrir skólanum hvað hann mætti fá og hvað ekki á hverju skólaári. „Ef hann gerir það ekki þá veldur það þroskaskerðingu og ýmsu öðru. Þá er of mikið prótein í líkamanum því hann nær ekki að brjóta það niður,“ segir Sveinn en feðgarnir voru í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða þessi mál. Hann segir eina afleiðingu þessa mataræðis að fólk getur þyngst þegar það fer að þroskast og eins og kom fram að ofan var hann orðinn 140 kíló 16 ára. Stuttu seinna byrjaði hann á Saxenda. Sveinn Rúnar segir það hafa bjargað lífi sínu. Hann sprautar sig með lyfinu á hverjum degi og segir að eftir að hann byrjaði hafi hann verið búinn að léttast um fimm kíló eftir mánuð. „Í dag er ég í kringum 91 kíló,“ segir hann. „Ég sá að ég var búinn að léttast um fimm kíló og þá vildi ég halda áfram. Svo léttist ég um önnur fimm kíló og þá vildi ég halda áfram því ég sá árangur,“ segir Sveinn Rúnar. Fann að hann væri öðruvísi í afmælum og veislum Hann segir að hann hafi mest fundið fyrir því í afmælum eða annars konar viðburðum að hann hafi verið eitthvað öðruvísi. Hann hafi þurft að koma með sitt eigið nesti og að maturinn hafi ekki alltaf verið líkur þeim sem var í boði. Foreldrar og börn hafi mikið spurt um matinn hans. „Ég nenni ekki að svara þessu lengur. Ég fæ í dag, þegar ég er búinn að segja fólki svona tíu sinnum að ég sé með þennan sjúkdóm og að ég megi bara borða hitt og þetta, þá spyrja þau alltaf sömu spurninganna. „Af hverju máttu ekki borða þetta?“ Það er dálítið þreytandi.“ Þegar Sveinn Rúnar var tíu ára smakkaði hann svo „venjulegan“ mat í fyrsta sinn. „Ég man nákvæmlega hvað það var. Það var egg og beikon í morgunmat. Ég sagði við mömmu að ég ætla að fá egg og beikon og þú hefur ekkert val,“ segir Sveinn Rúnar en þá var hann byrjaður á nýjum lyfjum sem áttu að gera honum kleift að smakka „venjulegan“ mat. „Eggin eru allt í lagi en beikonið er miklu betra.“ Erfitt að stjórna þyngdinni Sveinn Rúnar segir að fyrir hann hafi verið erfitt að stjórna þyngdinni. Sérstaklega eftir að hann byrjaði að taka þessi lyf og hætti því svo. Það hafi verið erfitt að fara til baka. Maturinn væri svo góður. „Eftir það var þyngdin að fara hærra og hærra,“ segir hann og að það hafi líklega bjargað honum að vera í handbolta í þrettán ár. Mikill fjöldi Íslendinga er á þyngdarstjórnunarlyfjum og þar með talið einhver börn. Vísir/EPA Hann segir að hann hafi farið í mælingu til læknis fyrir nokkrum árum og hann hafi verið hissa á því hversu mikinn vöðvamassa hann væri með miðað við þyngd. Hann segir það handboltanum að þakka. Samt var hann orðinn 140 kíló við 16 ára aldur. Sveinn Hjörtur segir blendnar tilfinningar fylgja þessu. Sem foreldri hafi hann álasað sjálfum sér. Hann hafi sjálfur glímt við þyngdarvandamál og farið svo í aðgerð fyrir fjórum árum. „Maður fer að horfa í eigin barm og hvað ég hafi verið að gera rangt. En þetta er bara ekki þannig. Því þetta er sjúkdómur og það er kalda staðreyndin,“ segir Sveinn Hjörtur og að það sé erfitt að heyra að barnið mann sé kominn í hættu á að fá sykursýki. Ofan í þessa líkamlegu vanlíðan hafi svo komið andleg vanlíðan sem þeir hafi reynt að takast á við sömuleiðis. „Vanlíðan tengd öllu að vera í offitu. Bara að vera með færri möguleika á að gera hluti. Ég hef alltaf verið á eftir öllum í nánast öllu. Bæði tengd lærdómi og íþróttum en það sem hjálpaði mér í gegnum þetta er að ég lét það ekki stoppa mig í að komast að því markmiði sem ég vildi ná. Ég nota handboltann til að hreyfa mig og nýti hvert einasta tækifæri sem ég fæ til að bæta mig,“ segir Sveinn Rúnar. Saman í lífstílsbreytingum Sveinn Hjörtur segir að það hafi verið magnað upplifa þetta saman. Þeir hafi farið saman út að hjóla, hreyfa sig reglulega og orðið nánir vinir. „Við urðum samferða í þessari lífstílsbreytni.“ Feðgarnir segja áríðandi að það sé talað opinskátt um offitu og allt því tengt. Þeir stigu fyrst fram í viðtali við RÚV á sunnudaginn og segja viðbrögðin hafa verið mjög mikil. Þar kom fram að um 50 börn og ungmenni eru á þyngdarstjórnunarlyfjum á Íslandi. Sveinn Rúnar er einn þeirra fyrstu sem prófaði þau.
Lyf Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Íþróttir barna Bítið Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. 19. maí 2024 09:42 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Þekkir dæmi um endalaus uppköst og garnalömun vegna lyfjanna Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin. 19. maí 2024 09:42