Vaktin: Eldgos hafið Lovísa Arnardóttir, Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 22. ágúst 2024 21:13 Ljósmynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Almannavarnir Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira