„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 12:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira