Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 06:44 Skyldmenni gísla í haldi Hamas og fleiri komu saman í Tel Aviv í gær til að heiðra minningu þeirra gísla sem hafa látist og kalla eftir samkomulagi um lausn þeirra sem enn er haldið föngum. AP/Ariel Schalit Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira