„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:30 Ana Barbosu horfir hér upp á stigatöfluna og sér að það er búið að breyta úrslitunum. Hún var þar með búin að missa bronsið sem hún hélt hún hefði unnið en sú rúmenska mun fá það aftur á endanum. Getty/Tim Clayton Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa. Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira