Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 15:04 Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi. AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Átta Rússum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum í skiptum fyrir sextán vestræna fanga í rússneskum fangelsum í gær. Á meðal þeirra sem voru látnir lausir í Rússlandi voru blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum. Sá sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta lagði áherslu á að fá til baka umfram aðra var Vladím Krasikov sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð á téténskum fyrrverandi uppreisnarmanni í almenningsgarði í þýsku höfuðborginni árið 2019. Þýskur dómstóll taldi sannað að Krasikov, sem skaut fórnarlamb sitt til bana með skammbyssu með hljóðdeyfi um hábjartan dag og lagði svo á flótta, hefði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna og morðið hefði verið að skipan hennar. Rússnesk stjórnvöld sóru af sér hvers kyns aðild að morðinu. Í nýlegu viðtali gaf Pútín í skyn að það hefði ekki verið sannleikanum samkvæmt. Þá viðurkenndi hann að viðræður væru í gangi um að fá „föðurlandsvin“ lausan sem hefði útrýmt „óþokka í evrópskri höfuðborg“. Nú eftir skiptin gangast rússnesk stjórnvöld loksins við því fullum fetum að Krasikov hafi verið leyniþjónustumaður. Hann hafi starfað fyrir sérsveit leyniþjónustunnar FSB, svonefnda Alfadeild. Krasikov kom fyrstur út úr flugvélinni og í faðm Pútín þegar flugvél með fangana lenti í Moskvu í gærkvöldi. Pútín hét þeim öllum heiðursorðum. Dultsov-hjónin héldu því leyndu fyrir börnum sínum tveimur að þau væru rússnesk á meðan þau unnu á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna í Slóveníu.AP/Krill Zykov/Spútnik Börnin vissu ekki að þau væru rússnesk Aðrir fangar voru einnig útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal hjónin Artem Dultsov og Anna Dultsova sem störfuðu sem ólöglegir njósnarar í Slóveníu. Svo miki leynd ríkti yfir störfum þeirra að Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að börn þeirra tvö hafi ekki komist að því að foreldrar þeirra væru Rússar fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim. Hjónin höfðu látist vera Argentínumenn og komið skilaboðum til annarra leynilegra útsendara í Ljúbljana þar til þau voru handtekin og ákærð fyrir njósnir árið 2022. Pútín er sagður hafa heilsað börnunum á spænsku þegar hann tók á móti þeim en þau hafi ekki vitað hver hann var. „Það er þannig sem ólöglegir [njósnarar] virka og það eru fórnirnar sem þeir færa fyrir að helga sig starfi sínu,“ sagði Peskov. Reuters-fréttastofan segir að fangaskiptunum hafi verið vel tekið í Rússlandi jafnvel þó að Rússar hafi fengið helmingi færri fanga en vestræn ríki. Andrei Luguvoi, fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er eftirlýstur í Bretlandi fyrir morðið á Alexander Litvinenko, fagnaði því að fangarnir væru komnir heim til fjölskyldna sinna. „Fyrir hvern þeirra er engin eftirsjá að afhenda hóp erlendra útsendaraúrþvætta,“ skrifaði Luguvoi, sem nú er leiðtogi þjóðernisöfgaflokks á rússneska þinginu, á samfélagsmiðlinum Telegram.
Rússland Bandaríkin Slóvenía Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira