Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. ágúst 2024 12:03 Dagskráin er sú veglegasta í tilefni stórafmælisins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira