Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 12:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“ Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“
Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira