„Við erum ekki svindlarar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 09:31 Kanadísku landsliðskonurnar sýndu mikinn styrk með því að vinna leik sinn í gær undir þessum yfirþyrmandi aðstæðum. Getty/Tullio M. Puglia Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira