Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 06:56 Þúsundir komu saman í gær til að syrgja börnin sem létust í árásinni á laugardag. Benjamin Netanyahu og fleiri ráðamenn heita hefndum. AP/Leo Correa Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Majdal Shams á Gólan-hæðum í gær, þar sem tólf börn sem létust í árás á laugardag voru lögð til hvílu. Mikil reiði er sögð ríkja í Ísrael vegna árásarinnar og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra fundaði með hermála- og öryggisyfirvöldum í gær til að ákveða viðbrögð. Að fundinum loknum voru Netanyahu og Yoav Gallant varnarmálaráðherra sagðir hafa fengið heimild til þess að ákveða hvenær og hvernig hefnt yrði fyrir árásina, sem Ísraelsmenn segja Hezbollah bera ábyrgð á. Forsvarsmenn Hezbollah segjast saklausir en Bandaríkjamenn hafa tekið undir ásakanir Ísraelsmanna og segja hana hafa komið frá svæði sem sé undir stjórn samtakanna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði hins vegar einnig að unnið væri að diplómatískri lausn til að binda enda á öll átök á svæðinu og þá sagði utanríkisráðherrann Antony Blinken að Bandaríkjamenn vildu ekki sjá átökin á Gasa breiðast út. Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Netanyahu í gær og ítrekaði vilja Frakka til að miðla málum til að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka. Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla virðist tvísýnt um framhaldið en margir ráðamenn í Ísrael, Netanyahu þeirra á meðal, hafa heitið hefndum. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, sagði til að mynda að öll Líbanon þyrfti að gjalda fyrir árásina á Majdal Shams. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, Ísrael, Egyptalandi og Katar funduðu í Róm um helgina til að freista þess að smíða samkomulag um vopnahlé á Gasa. Viðræðurnar eru sagðar flóknar og ýmislegt sem stendur útaf en mikið er undir og ekki aðeins fyrir íbúa Gasa, því Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hefur sagt að samtökin muni láta af árásum á Ísrael ef samkomulag næst um endalok átaka á Gasa.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira