Golf er stundum furðuleg íþrótt: Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:00 Hayden Buckley á ekki eftir að gleyma þessum tveimur holum í bráð. Getty/Dylan Buell Bandaríski kylfingurinn Hayden Buckley upplifði um helgina tvær afar ólíkar holur og það hvor á eftir annarri. Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira