Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2024 20:05 Herjólfur að koma inn I Landeyjahöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira