Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 16:00 Egill skrifaði grein í hið víðlesna gríska blað The Athens Voice. Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar. Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Kerfisbilunin kom upp fyrir helgi og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapaði sérstaklega öngþveiti á flugvöllum. Netöryggissérfræðingur tjáði fréttastofu að um væri að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára. Egill Helgason sjónvarpsmaður er meðal þeirra sem varð fyrir barðinu á biluninni. Egill er mikill unnandi Grikklands þar sem hann hefur verið reglulegur gestur. Hann hefur deilt myndum og frásögnum frá dvöl sinni í Grikklandi á Facebook undanfarnar vikur. Hann kann vel að meta gríska geitamjólk, sólarlagið, bláan sjóinn og notalegheit á ströndinni þar í landi. Egill og fjölskylda virðast hafa notið dvalarinnar til hins ítrasta og þegar kerfisbilunin kom upp tjáði Egill sig stuttlega á Facebook. „Jæja - þá kemst maður kannski ekki heim. En maður getur svosem lifað með þessu,“ sagði Egill og birti mynd af fallegu grísku landslagi við bláan sjóinn. Gríska draumnum lauk svo með heimferð þar sem allt virðist hafa gengið á afturfótunum. „Vegna kerfisbilunarinnar þá tók heimferðin sem hefði átt að taka fjórtán afar streitulausar klukkustundir yfir 36 streitumiklar klukkustundir,“ sagði Egill. Auka sólarhringur bættist sumsé við ferðalagið til Íslands þar sem enn einn heldur dapur sumardagurinn á suðvesturhorninu tók á móti fjölskyldunni eftir blíðviðrið á Grikklandi. Og til að bæta gráu ofan á svart týndist farangur fjölskyldunnar.
Ferðalög Grikkland Íslendingar erlendis Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira