„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júlí 2024 18:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í dag Vísir/HAG „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. „Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
„Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira