Þorsteinn: Ég held að maður geti ekki farið fram á meira Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 19:45 Þorsteinn Halldórsson einbeittur á hliðarlínunni. Vísir / Anton Brink Ísland vann góðan sigur í Póllandi í síðasta leik undankeppni EM 2025 á útivelli í kvöld. Sveindís Jane gerði eina mark leiksins og var þjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, ánægður með leik sinna kvenna. Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn