Mikilvægi samkeppni Breki Karlsson skrifar 9. júlí 2024 14:31 Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun