Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:33 Sandra María Jessen var mætt á landsliðsæfingu í morgun, á Laugardalsvelli, þar sem Ísland mætir stórliði Þýskalands á föstudag. Stöð 2/Bjarni Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira