Jóhannes Karl vill íslenskan kjarna í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 20:15 Jóhannes Karl hefur þjálfað ÍA og HK hér á landi. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, nýráðinn þjálfari AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu, er með einn Íslending í sínum röðum og vill að því virðist fjölga þeim til muna. Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira