„Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 12:30 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum þróun að enn skertara aðgengi. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur ekki að boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum muni draga úr álagi heldur þvert á móti. Hún hefur þungar áhyggjur af þróuninni og óttast að fólk veigri sér við að leita tímanlega til læknis. Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira