Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:43 Sonia Sotomayor dómari sagði forsetann vera orðinn konung og yfir lög hafinn í minnihlutaálitinu. AP/Dave Sanders Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira